Það sem barnið upplifir getur verið ólíkt því sem foreldrið hugsar sér

📖

Það sem barnið upplifir getur verið ólíkt því sem foreldrið hugsar sér

Barni sem líður illa, það hegðar sér stundum illa. Barni sem líður vel, það hegðar sér vel.

Hafðu þetta í huga þegar þú bregst við erfiðri hegðun hjá barninu þínu.

Barnið er fyrst og fremst meðvitað um hvernig því líður þegar foreldrið skammar það eða refsar því. Foreldrið horfir fyrst og fremst á það sem barnið hefur gert þegar það skammar það eða refsar því.

Þessi munur getur gert það að verkum að börn hugsi eða segi:

„Pabbi og mamma vilja bara eiga mig þegar mér líður vel og er ánægð(ur). Þegar mér líður illa reka þau mig í burtu eða skamma mig.“