Tónninn skiptir mestu máli

📖

Tónninn skiptir mestu máli

Það er mjög ósanngjarnt gagnvart börnum að hafa eftir þeim það sem þau hafa sagt og breyta röddinni um leið. Fólki hættir helst til þess með því að nota tón sem lætur það sem barnið sagði hljóma neyðarlega, frekjulega, tilgerðarlega eða á annan hátt kjánalega.

Þeir sem falla í þessa gryfju reyna með þessu móti að stjórna viðhorfi hlustandans. Það er þeim til lítils sóma, enda er sá sem verið er að „herma eftir“ yfirleitt ekki við- staddur til að leiðrétta tóninn.

Þegar þetta er gert í mín eyru spyr ég oftast:

„Og sagði hann (hún) þetta í þessum tóni?“